Erlent

Minnst 1700 manns flúið eldgosið á Hawaii

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Minnst 1700 manns hafa yfirgefið heimili sín eftir að eldfjallið Kilauea byrjaði að gjósa í nótt á stærstu eyja Hawaii eyjaklasans.

Fjöldi jarðskjálfta riðu yfir eyjuna í aðdraganda gossins en hraunstraumur hefur hægt og rólega teygt sig í átt að íbúðabyggðum. Sjá má myndbrot af eldgosi teygja sig yfir vegi og eyðileggja skóglendi.

Almannavarnir segja magn brennisteinsdíoxíðs í loftinu stórhættulegt. Jarðskjálftavirkni er enn mikil á svæðinu en vegir hafa sum staðar rifnað í sundur og finna má jarðhitann í gegn um sprungurnar.

Þjóðvarnarliðið var ræst út í nótt og aðstoðaði hundruð manna við að yfirgefa heimili sín en Rauði krossinn hefur sett upp fjöldahjálparstöðvar. Sumir íbúarnir vita ekki hvort þeir eigi enn heimili til að snúa aftur til.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×