Erlent

Átján fórust í námusprengingum í Pakistan

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Talið er að sprengingarnar hafi orðið vegna uppsafnaðs metangass í námugöngunum.
Talið er að sprengingarnar hafi orðið vegna uppsafnaðs metangass í námugöngunum. Vísir/Getty
Yfirvöld í Pakistan segja að minnst 18 hafi farist í tveimur gassprengingum í kolanámum í vesturhluta Pakistan. Samkvæmt AP-fréttastofunni létust 11 námuverkamenn í fyrri sprengingunni og fimm er enn saknað. Í seinni sprengingunni létust sjö og tveir slösuðust alvarlega.

Báðar námurnar eru nærri borginni Quetta en slys eru algeng á svæðinu og algengt að öryggisreglum sé ekki fylgt. Talið er að sprengingarnar hafi orðið vegna uppsafnaðs metangass í námugöngunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×