Cardiff spilar í úrvalsdeildinni á næsta tímabili Dagur Lárusson skrifar 6. maí 2018 13:30 Aron Einar og félagar spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili. vísir/getty Lokaumferð Championship deildarinnar fór fram í dag þar sem lið Arons Einars, Cardiff tryggði sér þáttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta ári. Fyrir umferðina var mesta spennan um hvaða tvö lið af Bolton, Barnsley og Burtion fylgdu Sunderland niður um deild og síðan var mikil spenna um það hvort Fulham eða Cardiff fylgdu Wolves upp í ensku úrvalsdeildina en það var fyrir löngu vitað að Wolves færi upp. Hvorugu liðinu, Cardiff né Fulham, tókst þó að vinna sinn leik og því er það Cardiff sem fylgir Wolves í úrvalsdeildina en Fulham þarf að sætta sig við umspilið eftir 3-1 tap fyrir Birmingham. Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading sem mætti Cardiff í 0-0 jafntefli en Jón Daði var tekinn útaf á 70. mínútu. Jón Daði og félagar rétt sluppu við fall en þeir höfnuðu í 20 .sæti með 44 stig. Hörður Björgvin Magnússon kom inná sem varamaður í hálfleik fyrir Bristol City gegn Sheffield United þar sem Sheffield komst í 3-0 forystu. Stuttu eftir að Hörður kom inná skoraði Aden Flint og minnkaði muninn í 3-1. Joe Bryan minnkaði svo muninn í 3-2 á 75. mínútu en nær komust þeir þó ekki. Bristol hafnar því í 11.sæti með 67 stig. Það var enginn Birkir Bjarnason í liði Aston Villa sem tapaði 1-0 fyrir Milwall en sigur hefði þó ekki breytt stöðu Aston Villa sem var öruggt í fjórða sætinu fyrir leikinn og fer því í umspilið um laust sæti í úrvalsdeildinni. Ótrúlegustu úrslit dagsins áttu sér stað á Stadium of Light þar sem Sunderland kvaddi deildina með því að vinna efast liðið 3-0. Mörk Sunderland skoruðu þeir Ovie Ejaria, Ashley Fletcher og Patrick McNair. Það voru því Fulham, Aston Villa, Derby County og Middlesbrough sem tryggðu sér sæti í umspilinu, Cardiff sem tryggði sig beint upp og að lokum Burton og Barnsley sem fylgdu Sunderland niður um deild en Bolton slapp fyrir horn. Úrslit dagsins má sjá hér að neðan. Birmingham 3-1 FulhamBolton 3-2 Nottingham ForestBrentford 1-1 Hull CityBristol City 2-3 Sheffield UnitedCardiff City 0-0 ReadingDerby County 4-1 BarnsleyIpswich Town 2-2 MiddlesbroughLeeds United 2-0 QPRMilwall 1-0 Aston VillaPreston 2-1 Burton AlbionSheffield Wednesday 5-1 Norwich CitySunderland 3-0 Wolves Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Lokaumferð Championship deildarinnar fór fram í dag þar sem lið Arons Einars, Cardiff tryggði sér þáttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta ári. Fyrir umferðina var mesta spennan um hvaða tvö lið af Bolton, Barnsley og Burtion fylgdu Sunderland niður um deild og síðan var mikil spenna um það hvort Fulham eða Cardiff fylgdu Wolves upp í ensku úrvalsdeildina en það var fyrir löngu vitað að Wolves færi upp. Hvorugu liðinu, Cardiff né Fulham, tókst þó að vinna sinn leik og því er það Cardiff sem fylgir Wolves í úrvalsdeildina en Fulham þarf að sætta sig við umspilið eftir 3-1 tap fyrir Birmingham. Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading sem mætti Cardiff í 0-0 jafntefli en Jón Daði var tekinn útaf á 70. mínútu. Jón Daði og félagar rétt sluppu við fall en þeir höfnuðu í 20 .sæti með 44 stig. Hörður Björgvin Magnússon kom inná sem varamaður í hálfleik fyrir Bristol City gegn Sheffield United þar sem Sheffield komst í 3-0 forystu. Stuttu eftir að Hörður kom inná skoraði Aden Flint og minnkaði muninn í 3-1. Joe Bryan minnkaði svo muninn í 3-2 á 75. mínútu en nær komust þeir þó ekki. Bristol hafnar því í 11.sæti með 67 stig. Það var enginn Birkir Bjarnason í liði Aston Villa sem tapaði 1-0 fyrir Milwall en sigur hefði þó ekki breytt stöðu Aston Villa sem var öruggt í fjórða sætinu fyrir leikinn og fer því í umspilið um laust sæti í úrvalsdeildinni. Ótrúlegustu úrslit dagsins áttu sér stað á Stadium of Light þar sem Sunderland kvaddi deildina með því að vinna efast liðið 3-0. Mörk Sunderland skoruðu þeir Ovie Ejaria, Ashley Fletcher og Patrick McNair. Það voru því Fulham, Aston Villa, Derby County og Middlesbrough sem tryggðu sér sæti í umspilinu, Cardiff sem tryggði sig beint upp og að lokum Burton og Barnsley sem fylgdu Sunderland niður um deild en Bolton slapp fyrir horn. Úrslit dagsins má sjá hér að neðan. Birmingham 3-1 FulhamBolton 3-2 Nottingham ForestBrentford 1-1 Hull CityBristol City 2-3 Sheffield UnitedCardiff City 0-0 ReadingDerby County 4-1 BarnsleyIpswich Town 2-2 MiddlesbroughLeeds United 2-0 QPRMilwall 1-0 Aston VillaPreston 2-1 Burton AlbionSheffield Wednesday 5-1 Norwich CitySunderland 3-0 Wolves
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira