Enski boltinn

Cardiff spilar í úrvalsdeildinni á næsta tímabili

Dagur Lárusson skrifar
Aron Einar og félagar spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili.
Aron Einar og félagar spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili. vísir/getty
Lokaumferð Championship deildarinnar fór fram í dag þar sem lið Arons Einars, Cardiff tryggði sér þáttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta ári.

 

Fyrir umferðina var mesta spennan um hvaða tvö lið af Bolton, Barnsley og Burtion fylgdu Sunderland niður um deild og síðan var mikil spenna um það hvort Fulham eða Cardiff fylgdu Wolves upp í ensku úrvalsdeildina en það var fyrir löngu vitað að Wolves færi upp.

 

Hvorugu liðinu, Cardiff né Fulham, tókst þó að vinna sinn leik og því er það Cardiff sem fylgir Wolves í úrvalsdeildina en Fulham þarf að sætta sig við umspilið eftir 3-1 tap fyrir Birmingham.

 

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading sem mætti Cardiff í 0-0 jafntefli en Jón Daði var tekinn útaf á 70. mínútu. Jón Daði og félagar rétt sluppu við fall en þeir höfnuðu í 20 .sæti með 44 stig.

 

Hörður Björgvin Magnússon kom inná sem varamaður í hálfleik fyrir Bristol City gegn Sheffield United þar sem Sheffield komst í 3-0 forystu. Stuttu eftir að Hörður kom inná skoraði Aden Flint og minnkaði muninn í 3-1. Joe Bryan minnkaði svo muninn í 3-2 á 75. mínútu en nær komust þeir þó ekki. Bristol hafnar því í 11.sæti með 67 stig.

 

Það var enginn Birkir Bjarnason í liði Aston Villa sem tapaði 1-0 fyrir Milwall en sigur hefði þó ekki breytt stöðu Aston Villa sem var öruggt í fjórða sætinu fyrir leikinn og fer því í umspilið um laust sæti í úrvalsdeildinni.

 

Ótrúlegustu úrslit dagsins áttu sér stað á Stadium of Light þar sem Sunderland kvaddi deildina með því að vinna efast liðið 3-0. Mörk Sunderland skoruðu þeir Ovie Ejaria, Ashley Fletcher og Patrick McNair.

 

Það voru því Fulham, Aston Villa, Derby County og Middlesbrough sem tryggðu sér sæti í umspilinu, Cardiff sem tryggði sig beint upp og að lokum Burton og Barnsley sem fylgdu Sunderland niður um deild en Bolton slapp fyrir horn.

 

Úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

 

Birmingham 3-1 Fulham

Bolton 3-2 Nottingham Forest

Brentford 1-1 Hull City

Bristol City 2-3 Sheffield United

Cardiff City 0-0 Reading

Derby County 4-1 Barnsley

Ipswich Town 2-2 Middlesbrough

Leeds United 2-0 QPR

Milwall 1-0 Aston Villa

Preston 2-1 Burton Albion

Sheffield Wednesday 5-1 Norwich City

Sunderland 3-0 Wolves

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×