Innlent

Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mögulegt útlit stoppistöðva Borgarlínunnar.
Mögulegt útlit stoppistöðva Borgarlínunnar. SSH

Svæðisskipulagsnefnd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hittist á föstudag eftir að lá fyrir samþykki allra sveitarfélaga á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Breytingarnar snú að samgöngu- og þróunarásum fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna.

Af þessu tilefni bókaði svæðiskipulagsnefndin eftirfarandi:

Svæðisskipulagsnefnd fagnar því að nú hafi verið stigið stórt skref með samþykki allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin fagnar jafnframt þeim áformum ríkisins, sem birtast í ríkisstjórnarsáttmála og fjármálaáætlun, um að hefja viðræður við sveitarfélögin í ár um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu.

Myndin er tekin á fundi svæðisskipulagsnefndar 4. maí 2018. Frá vinstri: Hrafkell Á. Proppé, Sigurður Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Hjálmar Sveinsson, Ólafur Ingi Óskarsson, Borghildur Sturludóttir, Hreiðar Oddsson og G. Oddur Víðisson. Páll Guðjónsson

Nefndin auglýsti niðurstöðuna í samræmi við skipulagslög og hefur nú sent svæðisskipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

„Það er allajafna formsatriði nema það sé virkilegur formgalli,“ segir Hrafnkell Á Proppé, svæðisskipulagsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsstofnun hafi fjórar vikur til að staðfesta breytinguna sem verður auglýst í Stjórnartíðindum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.