Enski boltinn

Wenger getur valið úr tilboðum en býst við að fara frá Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger kvaddi stuðningsmenn Arsenal um helgina.
Wenger kvaddi stuðningsmenn Arsenal um helgina. vísir/getty
Arsene Wenger, sem hættir sem stjóri Arsenal eftir 22 ár í starfi, segist vera með nóg af tilboðum í sumar en hann ætlar ekki að hætta þjálfa er ferli hans hjá Arsenal lýkur í sumar.

Á tíma sínum hjá Arsenal vann Wenger þrjá Englandsmeistaratitla og sjö sinnum vann hann enska bikarinn sem er met.

„Já! Fleiri en ég bjóst við,” sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Leicester annað kvöld. „Ég er samt sem áður ekki að fara yfir þau tilboð eða að hugsa um þau.”

„Ég ætla að vinna vel hjá Arsenal þangað til að samningurinn minn er runninn út og auðvitað verð ég líflegur. Ég er með góða reynslu úr þjálfarastarfi. Hvað mun ég gera? Ég veit það ekki.”

Er talið barst að því hvort að Wenger gæti tekið við öðru ensku liði sagði Wenger að það yrði ekki svo auðvelt.

„Á þessum tímapunkti er það erfitt fyrir mig. Ég sé það ekki fyrir mér.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×