Enski boltinn

Tilfinningaþrungin ræða Wenger: „Ég mun sakna ykkar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger þakkar fyrir sig.
Wenger þakkar fyrir sig. vísir/getty
Arsene Wenger stýrði Arsenal í síðasta skipti á heimavelli í gær er liðið rúllaði yfir Burnley 5-0. Eftir leikinn hélt Frakkinn tilfinningaþrungna ræðu.

Arsenal sýndu sínar bestu hliðar í síðasta leik stjórans á heimavelli en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá félaginu í 22 ár.

Hann hélt svo ræðu eftir leikinn fyrir framan leikmenn og stuðninsgmenn þar sem hann byrjaði að senda batakveðjur á Sir Alex Ferguson sem var fluttur þungt haldinn á spítala á laugardag.

„Kærar þakkir. Takk fyrir að hafa mig svona lengi. Ég veit að þetta er ekki auðvelt en ofar öllu þá er ég bara eins og þið, ég er stuðningsmaður Arsenal,” sagði Wenger og uppskar mikil fögnuð í stúkunni.

„Þetta er meira en bara að horfa á fótbolta, þetta er leið í lífinu. Ég bið ykkur um að styðja þessa leikmenn og þjálfaraliðið sem kemur á eftir mér, þessi hópur af leikmönnum hefur sérstök gæði. Ekki bara á vellinum heldur utan vallar líka.”

„Ég bið ykkur um þá sem fylgja þessu liði, styðjið þá á næsta tímabili því þeir eiga það skilið. Mig langar að kveðja í einni setningu: Ég mun sakna ykkar. Takk fyrir að eiga svona stóran þátt í mínu lífi, þakka ykkur öllum, bless bless,” sagði Frakkinn að lokum.

Ræðuna má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×