Efling skammar Hard Rock vegna „óþægilegra og ósmekklegra“ kjóla á konurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 15:53 Stefán Magnússon er framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi. Vísir/Anton Brink Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal. Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal.
Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30
Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04