Efling skammar Hard Rock vegna „óþægilegra og ósmekklegra“ kjóla á konurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 15:53 Stefán Magnússon er framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi. Vísir/Anton Brink Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal. Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal.
Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30
Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir