Lífið

Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tobba Marínós og Karl Sigurðsson mættu á opnunina á föstudaginn.
Tobba Marínós og Karl Sigurðsson mættu á opnunina á föstudaginn. Vísir/ERnir
Hard Rock Cafe í Lækjargötu opnar í kvöld í nýuppgerðum húsakynnum að Lækjargötu 2. Nokkrir vel valdir fengu forskot á sæluna á föstudagskvöldið eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók.

„Veitingastaðurinn er hinn glæsilegasti í alla staði og hefur hvergi verið til sparað. Innréttingar eru sérhannaðar frá grunni og öll tæki og græjur eins og best verður á kosið,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe Reykjavik.

Það var stuð á mannskapnum á föstudaginn.Vísir/Ernir
Staðurinn er 1000 fermetrar að stærð og mun taka 168 manns í sæti á efri hæð staðarins og í kjallara verða sæti fyrir 80 manns. Meðal þess sem verður að finna á Hard Rock Cafe Reykjavík er trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir sem vekja munu athygli gesta og gangandi.

„Hægt verður að taka út borð í Hard Rock kjallaranum fyrir tónleika og stærri hópa. Þar verður svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum," segir Stefán.

Starfsmenn á Hard Rock eru af fjölmörgum þjóðernum.Vísir/Ernir
Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi, þar af 168 veitingahús, 23 hótel og 11 spilavíti. Hard Rock á eitt stærsta rokk- og poppminjasafn heims sem er til sýnis á stöðum fyrirtækisins víðsvegar um heiminn.

Hard Rock býður mikið úrval af tísku- og tónlistartengdum varningi sem nýtur gríðarlegra vinsælda meðal aðdáenda Hard Rock. Fyrirtækið á og rekur staði undir merkjum Hard Rock í öllum helstu stórborgum heims ásamt vinsælum ferðamannastöðum á borð við Reykjavík.

„Hægt verður að taka út borð í Hard Rock kjallaranum fyrir tónleika og stærri hópa. Þar verður svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum," segir Stefán.Vísir/Ernir
Frá opnunarpartý á Hard Rock á föstudagskvöldið.Vísir/Ernir
Að neðan má sjá myndband frá Hard Rock þar sem hitað er upp fyrir opnunina í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×