Efling skammar Hard Rock vegna „óþægilegra og ósmekklegra“ kjóla á konurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 15:53 Stefán Magnússon er framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi. Vísir/Anton Brink Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal. Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal.
Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30
Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04