Efling skammar Hard Rock vegna „óþægilegra og ósmekklegra“ kjóla á konurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 15:53 Stefán Magnússon er framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi. Vísir/Anton Brink Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal. Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur sent Hard Rock í Lækjargötu bréf þar sem þess er krafist að látið verði tafarlaust af fyrirmælum um klæðaburð kvenna sem vinna á veitingastaðnum. Bréfið sendir Efling í kjölfar þess að kvartanir bárust frá félagsmönnum vegna kröfu um að konurnar klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock á Íslandi, sagði í samtali við DV í gær að um væri að ræða staðla frá Hard Rock á heimsvísu. Hann hefði fengið í gegn undanþágu um að konurnar mættu klæðast buxum eða sokkabuxum undir kjólnum vegna þess hve kalt væri hér á landi. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar, segir konurnar ósáttar. Þær vilji margar hverjar klæðast áfram skyrtum og buxum á vinnutíma líkt og karlarnir. Þá hafi kjólarnir verið bæði óþægilegir og ósmekklegir að því er segir í frétt á vef Eflingar.Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.Vísir/GVASteinaldarhugsunarháttur Leifur segir að í bréfi sínu til Hard Rock sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það eigi ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til, eða kjólum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fagnar viðbrögðum Eflingar í færslu á Facebook. „Gott hjá Eflingu að ganga í þetta mál. Óþolandi þegar svona steinaldarhugsunarháttur fær að vaða uppi og í hrópandi andstöðu við allt tal um jafnrétti og virðingu,“ segir Drífa Snædal.
Tengdar fréttir Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30 Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Hard Rock réði 70 rokkstjörnur á staðnum - Myndband Veitingastaðurinn Hard Rock opnar í Lækjargötu í lok október. Nýverið fóru fram áheyrnarprufur þar sem um 300 manns komu til að sækja um vinnu á staðnum. 28. september 2016 12:30
Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Hard Rock rekur 202 staði í 71 landi og er einn slíkur að opna á Íslandi. 30. október 2016 17:04
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent