Rannsaka dularfullt hvarf norskrar konu í Suður-Afríku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 14:04 Marie Sæther Østbø er 21 árs og stundar nám í stjórnmálafræði við háskóla í Frakklandi. Mynd/Sea Rescue South Africa Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt. Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt.
Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira