Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Heimir Már Pétursson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 24. apríl 2018 18:30 Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi. Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi.
Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira