Erlent

Raðmorðingi handsamaður

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Joseph James DeAngelo
Joseph James DeAngelo

Lögregluyfirvöld í Sacramento í Kaliforníu tilkynntu í gær að 72 ára gamall maður, Joseph James DeAngelo, hefði verið handtekinn, grunaður um að vera hinn alræmdi Golden State-morðingi.

Raðmorðinginn myrti 12 konur og nauðgaði 45 á árunum 1976 til 1986. Fórnarlömb morðingjans voru fyrst og fremst konur og börn þeirra.

Fjallað var ítarlega um þá miklu leit sem gerð var að raðmorðingjanum í nýlegri bók, en talið er að upplýsingar sem þar komu fram hafi leitt til handtöku mannsins. 

Nánar má fræðast um málið á vef TimeAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.