Erlent

Raðmorðingi handsamaður

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Joseph James DeAngelo
Joseph James DeAngelo
Lögregluyfirvöld í Sacramento í Kaliforníu tilkynntu í gær að 72 ára gamall maður, Joseph James DeAngelo, hefði verið handtekinn, grunaður um að vera hinn alræmdi Golden State-morðingi.

Raðmorðinginn myrti 12 konur og nauðgaði 45 á árunum 1976 til 1986. Fórnarlömb morðingjans voru fyrst og fremst konur og börn þeirra.

Fjallað var ítarlega um þá miklu leit sem gerð var að raðmorðingjanum í nýlegri bók, en talið er að upplýsingar sem þar komu fram hafi leitt til handtöku mannsins. 

Nánar má fræðast um málið á vef Time




Fleiri fréttir

Sjá meira


×