Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018: „Ekki reyna að verða vinsæll dómari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Þetta er alltaf gult spjald á þá gulu. Vísir/Getty Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira