Salah róar stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 10:00 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah hefur verið stórkostlegur á sínu fyrsta tímabili með Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool fagna því en óttast líka janframt innst inni að missa Salah eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho sem pressuðu báðir á því að losna frá félaginu. Barcelona keypti þá Luis Suarez og Philippe Coutinho en er þá Mohamed Salah mögulega líka á förum? Liverpool hefur líka selt þá Raheem Sterling og Fernando Torres síðan að Fenway Sports Group eignaðist félagið. Mohamed Salah hefur nú róað stuðningsmenn Liverpool með því að segja að hann sé mjög ánægður hjá félaginu. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur varað félög við því að Mohamed Salah sé ekki til sölu en það gerði hann líka með Philippe Coutinho og við sáum hvernig það endaði. Það eru því orð Salah og fréttir úr hans innsta hring sem skipta kannski meira máli. Það er ekki hægt að heyra annað á Mohamed Salah sjálfum að hann sé kominn til að vera leikmaður Liverpool. „Það er eitthvað mjög sérstakt að spila fyrir Liverpool. Meistaradeildarkvöldin eru líka mjög sérstök fyrir stuðningsmennina. Maður finnur það á götum borgarinnar,“ sagði Mohamed Salah við CNN. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir andrúmslofti áður eins og það var í fyrri leiknum við Manchester City,“ sagði Salah og bætti við: „Þegar við sáum dráttinn þá vissum við allir að þetta yrði mjög erfitt. Ég sagði að við yrðum bara að vera jákvæðir og vinna. Það var það sem við gerðum,“ sagði Salah. Telegraph fjallar um Mohamed Salah og framtíð hans og þar kemur fram að stuðningsmenn Liverpool geta glaðst yfir því að umboðsmaður Mohamed Salah, Ramy Abbas, er ekki að vinna í því að koma leikmanni sínum til annars félags, heldur er hann að reyna að hjálpa Egyptanum að koma sér sem best fyrir í Liverpool.Mohamed Salah committed to Liverpool as Jurgen Klopp banishes fears Liverpool will sell https://t.co/YIMU7KO1IS — Telegraph Football (@TeleFootball) April 12, 2018 Eigendurnir í Fenway Sports Group eru líka að hugsa um að byggja upp sigurlið á Anfield og með kaupum á nokkrum öflugum mönnum í sumar þá gæti Liverpool tekið næsta skref í að enda bið sína eftir enska meistaratitlinum. Til að Liverpool geti það þá verður félagið að hætta að selja sína bestu leikmenn. Miðað við orð Mohamed Salah og fréttir úr hans herbúðum þá eru góðar líkur á því að svo verði raunin. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Mohamed Salah hefur verið stórkostlegur á sínu fyrsta tímabili með Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool fagna því en óttast líka janframt innst inni að missa Salah eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho sem pressuðu báðir á því að losna frá félaginu. Barcelona keypti þá Luis Suarez og Philippe Coutinho en er þá Mohamed Salah mögulega líka á förum? Liverpool hefur líka selt þá Raheem Sterling og Fernando Torres síðan að Fenway Sports Group eignaðist félagið. Mohamed Salah hefur nú róað stuðningsmenn Liverpool með því að segja að hann sé mjög ánægður hjá félaginu. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur varað félög við því að Mohamed Salah sé ekki til sölu en það gerði hann líka með Philippe Coutinho og við sáum hvernig það endaði. Það eru því orð Salah og fréttir úr hans innsta hring sem skipta kannski meira máli. Það er ekki hægt að heyra annað á Mohamed Salah sjálfum að hann sé kominn til að vera leikmaður Liverpool. „Það er eitthvað mjög sérstakt að spila fyrir Liverpool. Meistaradeildarkvöldin eru líka mjög sérstök fyrir stuðningsmennina. Maður finnur það á götum borgarinnar,“ sagði Mohamed Salah við CNN. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir andrúmslofti áður eins og það var í fyrri leiknum við Manchester City,“ sagði Salah og bætti við: „Þegar við sáum dráttinn þá vissum við allir að þetta yrði mjög erfitt. Ég sagði að við yrðum bara að vera jákvæðir og vinna. Það var það sem við gerðum,“ sagði Salah. Telegraph fjallar um Mohamed Salah og framtíð hans og þar kemur fram að stuðningsmenn Liverpool geta glaðst yfir því að umboðsmaður Mohamed Salah, Ramy Abbas, er ekki að vinna í því að koma leikmanni sínum til annars félags, heldur er hann að reyna að hjálpa Egyptanum að koma sér sem best fyrir í Liverpool.Mohamed Salah committed to Liverpool as Jurgen Klopp banishes fears Liverpool will sell https://t.co/YIMU7KO1IS — Telegraph Football (@TeleFootball) April 12, 2018 Eigendurnir í Fenway Sports Group eru líka að hugsa um að byggja upp sigurlið á Anfield og með kaupum á nokkrum öflugum mönnum í sumar þá gæti Liverpool tekið næsta skref í að enda bið sína eftir enska meistaratitlinum. Til að Liverpool geti það þá verður félagið að hætta að selja sína bestu leikmenn. Miðað við orð Mohamed Salah og fréttir úr hans herbúðum þá eru góðar líkur á því að svo verði raunin.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira