Burnley í vann Leicester í endurkomu Jóa Berg

Einar Sigurvinsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark úr hornspyrnu í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark úr hornspyrnu í dag. vísir/getty
Burnley vann góðan sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fór fram á Turf Moor, heimavelli Burnley og lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Það var strax og 6. mínútu sem Chris Wood kom Burnley yfir og staðan orðin 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar bætti Kevin Long við öðru marki Burnley eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Á 72. mínútu náði Jamie Vardy að klóra í bakkann fyrir Leicester en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Burnley.

Með sigrinum fer Burnley langleiðina með að tryggja sér 7. sæti deildarinnar en liðið er með 52 stig, níu stigum á undan Leicester í 8. sætinu. Ef Southampton endar ekki sem enskur bikarmeistari gæti farið svo að 7. sæti deildarinnar dugi til fyrir sæti í Evrópukeppninni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira