Enski boltinn

Man. Utd og Arsenal í eldlínunni | Upphitun fyrir leiki dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsenal og Manchester United eru bæði í eldlínunni í enska úrvalsdeildinni í dag en bæði gera kröfu á það að ná í þrjú stig úr leikjum liðanna í dag.

Arsenal sækir Newcastle heim en Arsenal er í sjötta sætinu sem stendur, þrettán stigum frá Meistaradeildarsæti svo það er fjarlægur draumur. Newcastle er í tíunda sætinu.

Skytturnar geta þó enn komist í Meistaradeildina en sigri þeir Evrópudeildina fara þeir í Meistaradeildina en Arsenal mætir Atletico Madrid í undanúrslitunum.

Man. Utd fær WBA í heimsókn. WBA hefur leikið skelfilega á leiktíðinni; er í neðsta sæti deildarinnar og er ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni. United er í öðru sætinu.

Upphitun fyrir leikina má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni en báðir leikir dagsins verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikir dagsins:

12.30 Newcastle - Arsenal

15.00 Man. Utd - WBA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×