Enski boltinn

Wolves í úrvalsdeildina | Sjáðu fögnuðinn sem braust út

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Wolves bíða eftir að flautað verði af hjá Fulham og Brentford.
Leikmenn Wolves bíða eftir að flautað verði af hjá Fulham og Brentford. vísir/skjáskot Wolves
Wolves er komið í ensku úrvalsdeildina en þeir tryggðu sætið sitt eftir að Fulham gerði jafntefli við Brentford í dag. Fulham þurfti að vinna alla sína leiki til að standast Wolves snúning.

Brentford gerði Wolves greiða og Neal Maupay jafnaði metin í uppbótartíma gegn Fulham á útivelli. Þetta mark fleytir Wolves upp um deild og það er ljóst að Maupay er hetja í augum stuðningsmanna Wolves.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 2012 sem Wolves spilar í deild þeirra bestu en enn eiga Wolves fjóra leiki eftir. Þeir hafa leitt deildina frá því 18. nóvember og áttu á tímabili möguleika á að brjóta ótrúlegt stigamet Reading frá því tímabilið 2005/2016 sem voru 104 stig.

Wolves er núna með 92 stig og á enn eftir að spila fjóra leiki svo þeir ná ekki metinu en peningurinn sem kínversku eigendur Wolves hafa verið að hrúga í félagið. Liðið mun leika á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×