Enski boltinn

Sjáðu endurkomu Chelsea og allt hitt úr leikjum gærdagsins

Einar Sigurvinsson skrifar

Manchester City hristi af sér vonbrigðin eftir tapið gegn Liverpool í meistaradeildinni og vann góðan sigur á Tottenham. Eftir sigurinn í gær er City komið eins nálægt deildarmeistaratitlinum og hægt er og gæti það farið svo að titilinn fari til liðsins um næstu helgi.

Liverpoool var ekki í vandræðum með Bournemouth og vann leikinn 3-0. Mörkin komu frá óstöðvandi þríeyki Liverpool, þeim Sadio Mané, Mohamed Salah og Roberto Firmino.

Skemmtilegasti leikur dagsins fór fram á St Mary's vellinum í Southampton þegar heimamenn mættu Chelsea. Eftir að Southampton hafði komist óvænt tveimur mörkum yfir náðu Chelsea með tveimur mörkum frá Olivier Giorud einu frá Eden Hazard frábærum endurkomusigri.

Burnley kyndi heldur betur undir vonum um Evrópusæti með sigri sínum á Leicester í gær, en 7. sæti deildarinnar gæti dugað inn í keppnina. Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark úr hornspyrnu í 2-1 sigri Burnley.

Öll atvikin úr einstökum leikjum má sjá hér að neðan, samantekt frá leikjum gærdagsins er í spilaranum að ofan.

Southampton 2 - 3 Chelsea

Swansea 1 - 1 Everton

Burnley 2 - 1 Leicester

Huddersfield 1 - 0 Watford

Crystal Palace 3 - 2 Brighton

Liverpool 3 - 0 Bournemouth

Tottenham 1 - 3 Manchester CityAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.