Enski boltinn

Enginn skorað í fleiri leikjum en Salah

Einar Sigurvinsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty

Engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist að skora í jafn mörgum leikjum og Mohamed Salah. Salah hefur nú skorað mark í 22 deildarleikjum sem er nýtt met, en það hafa aldrei liðið meira en tveir leikir á milli marka frá honum.

Eftir að Salah skoraði sitt þrítugasta deildarmark gegn Bournemouth í gær er hann aðeins einu marki frá því að jafna met ensku úrvalsdeildarinnar yfir flest mörk í 38 leikja deild. Því meti deila Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suárez, en Salah hefur fjóra leiki til að bæta metið.

Mark Salah í gær var einnig það fertugasta fyrir Liverpool í öllum keppnum. Þeim áfanga hafa aðeins Ian Rush og Roger Hunt náð fyrir Liverpool.

Salah kom til Liverpool frá Roma fyrir tímabilið á 39 milljónir punda. Auk þess að skora 40 mörk hefur hann gefið 13 stoðsendingar í 45 leikjum fyrir félagið.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.