Enski boltinn

Enginn skorað í fleiri leikjum en Salah

Einar Sigurvinsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist að skora í jafn mörgum leikjum og Mohamed Salah. Salah hefur nú skorað mark í 22 deildarleikjum sem er nýtt met, en það hafa aldrei liðið meira en tveir leikir á milli marka frá honum.

Eftir að Salah skoraði sitt þrítugasta deildarmark gegn Bournemouth í gær er hann aðeins einu marki frá því að jafna met ensku úrvalsdeildarinnar yfir flest mörk í 38 leikja deild. Því meti deila Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suárez, en Salah hefur fjóra leiki til að bæta metið.

Mark Salah í gær var einnig það fertugasta fyrir Liverpool í öllum keppnum. Þeim áfanga hafa aðeins Ian Rush og Roger Hunt náð fyrir Liverpool.

Salah kom til Liverpool frá Roma fyrir tímabilið á 39 milljónir punda. Auk þess að skora 40 mörk hefur hann gefið 13 stoðsendingar í 45 leikjum fyrir félagið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×