Enski boltinn

Mourinho ætlar ekki að eyða miklu í sumar

Einar Sigurvinsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty

„Við munum ekki gera neitt klikkað,“ segir Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, varðandi leikmannamarkað liðsins í sumar.

Þessu svaraði Mourinho aðspurður hvort nauðsynlegt væri fyrir liðið að taka upp veskið í sumar til þess að ná nágrönnunum í Manchester City. City liðið hefur eytt 448 milljónum punda á leikmannamarkaðnum síðan Guardiola tók við liðinu.

„Við reynum að bæta okkur á næsta tímabili, en við sjáum hvað gerist. Kannski á City líka eftir að eyða miklu og enginn hefur möguleika á að ná þeim.“

Mourinho sagði þó að þetta snerist ekki einungis um baráttu nágrannaliðanna frá Manchester. Titilbarátta næsta tímabils muni koma frá sex liðum.

„Þetta snýst ekki um okkur og þá, þetta snýst um okkur, þá, Liverpool, Arsenal, Chelsea og Tottenham. Þetta er ekki bara City og United. Þetta snýst um sex lið.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.