Enski boltinn

23. titill Guardiola og fyrsti spænski stjórinn til að vinna úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola getur leyft sér að fagna í kvöld.
Guardiola getur leyft sér að fagna í kvöld. vísir/afp

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vann í dag sinn 23. titil á sínum ferli sem knattspyrnuþjálfari en ótrúlegur árangur Guardiola heldur áfram.

Guardiola hefur unnið deildina í þeim löndum sem hann hefur þjálfað í sjö af síðustu níu skiptum en hann er fyrsti spænski þjálfarinn til að vinna ensku úrvalsdeildina.

Hann hefur unnið Meistaradeildina í tvígang en í bæði skiptin gerði hann það þegar hann var með Lionel Messi og félaga í spænska stórliðinu, Barcelona.

Ótrúlegan árangur Guardiola má sjá hér að neðan en þar er búið að taka saman alla þá titla sem spænski snillingurinn hefur unnið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.