Enski boltinn

Vidic: Leikmennirnir þurfa að sýna hungur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vidic gerði það gott í tæpan áratug hjá United.
Vidic gerði það gott í tæpan áratug hjá United. vísir/getty

Nemanja Vidic, fyrrum varnarjaxl Manchester United, segir að sóknaruppbygging Man. Utd sé of hæg og liðið þurfi að sýna meiri hungur en United tapaði gegn WBA í dag.

„Í dag sýndu þeir ekki það sem búist var við af þeim. Þetta voru of margar snertingar og það er vandamál, sérstaklega gegn smærri liðum,” sagði varnarjaxlinn.

„Þeir eru með gott lið, góða leikmenn, en stundum held ég að leikmennirnir verði að sýna hungur, sýna kraft og hlaupa meira en hitt liðið. Þeir hreyfðu sig ekki vel án bolta og leikmennirnir spiluðu ekki eins og þeir vildu.”

Vidic spilaði með United í átta og hálft ár og þekkir hvern krók og kima hjá félaginu. Hann vann ensku deildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni undir stjórn Sir Alex.

„Þetta svíður því United þurfti góðan anda inn í leikinn gegn Tottenham því það er mikilvægur leikur,” en United spilar gegn United í undanúrslitum bikarsins á laugardaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.