Macron segist hafa sannfært Trump um að halda herliðinu í Sýrlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 23:30 Macron segist hafa haft veruleg áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. vísir/afp Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa sannfært Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að herlið Bandaríkjanna skyldi halda kyrru fyrir í Sýrlandi. Það væri nauðsynlegt. „Við sannfærðum hann um að það væri nauðsynlegt að halda kyrru fyrir til lengri tíma.“ Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Frakklandsforseta sem var í viðtali við BFM TV.Trump vildi ganga lengraÍ sama viðtali tjáði Macron sig um loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. „Við sannfærðum hann líka um að loftárásirnar yrðu að einskorðast við skotmörk efnavopnabúranna, eftir að hann missti sig aðeins á Twitter,“ segir Macron um Twitterfærslur Donalds Trump. Bandaríkjaforseti hafi viljað ganga harðar fram. Í lok síðasta mánaðar sagði Donald Trump ráðgjöfum sínum frá því að hann hygðist kalla aftur bandaríska hermenn frá Sýrandi fyrr en ætlað var. Ákvörðun forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers sem telja að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki sé hvergi nærri lokið. Donald Trump sagði stuðningsmönnum sínum frá þessu á fundi í Ohio í lok mars. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði Trump um herlið sitt. Í viðtalinu sagði Macron að rússnesk yfirvöld, sem styðja Bashar al-Assad, væru meðsek. Vladimir Pútín hafi komið í veg fyrir það að alþjóðasamfélagið hafi getað, með diplómatískum hætti, komið í veg fyrir efnavopnaárásir. „Auðvitað eru þau meðsek.“ Hann ítrekaði að vesturveldin hefðu sannanir fyrir því að Sýrlandsstjórn hefði beitt efnavopnum á eigin þjóð. „Við vorum komin á þann stað að loftárásirnar voru nauðsynlegar til þess að efla tiltrú fólks á alþjóðasamfélagið.“ Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17 Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa sannfært Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að herlið Bandaríkjanna skyldi halda kyrru fyrir í Sýrlandi. Það væri nauðsynlegt. „Við sannfærðum hann um að það væri nauðsynlegt að halda kyrru fyrir til lengri tíma.“ Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Frakklandsforseta sem var í viðtali við BFM TV.Trump vildi ganga lengraÍ sama viðtali tjáði Macron sig um loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. „Við sannfærðum hann líka um að loftárásirnar yrðu að einskorðast við skotmörk efnavopnabúranna, eftir að hann missti sig aðeins á Twitter,“ segir Macron um Twitterfærslur Donalds Trump. Bandaríkjaforseti hafi viljað ganga harðar fram. Í lok síðasta mánaðar sagði Donald Trump ráðgjöfum sínum frá því að hann hygðist kalla aftur bandaríska hermenn frá Sýrandi fyrr en ætlað var. Ákvörðun forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers sem telja að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki sé hvergi nærri lokið. Donald Trump sagði stuðningsmönnum sínum frá þessu á fundi í Ohio í lok mars. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði Trump um herlið sitt. Í viðtalinu sagði Macron að rússnesk yfirvöld, sem styðja Bashar al-Assad, væru meðsek. Vladimir Pútín hafi komið í veg fyrir það að alþjóðasamfélagið hafi getað, með diplómatískum hætti, komið í veg fyrir efnavopnaárásir. „Auðvitað eru þau meðsek.“ Hann ítrekaði að vesturveldin hefðu sannanir fyrir því að Sýrlandsstjórn hefði beitt efnavopnum á eigin þjóð. „Við vorum komin á þann stað að loftárásirnar voru nauðsynlegar til þess að efla tiltrú fólks á alþjóðasamfélagið.“
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17 Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
„Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17
Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15