Macron segist hafa sannfært Trump um að halda herliðinu í Sýrlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 23:30 Macron segist hafa haft veruleg áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. vísir/afp Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa sannfært Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að herlið Bandaríkjanna skyldi halda kyrru fyrir í Sýrlandi. Það væri nauðsynlegt. „Við sannfærðum hann um að það væri nauðsynlegt að halda kyrru fyrir til lengri tíma.“ Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Frakklandsforseta sem var í viðtali við BFM TV.Trump vildi ganga lengraÍ sama viðtali tjáði Macron sig um loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. „Við sannfærðum hann líka um að loftárásirnar yrðu að einskorðast við skotmörk efnavopnabúranna, eftir að hann missti sig aðeins á Twitter,“ segir Macron um Twitterfærslur Donalds Trump. Bandaríkjaforseti hafi viljað ganga harðar fram. Í lok síðasta mánaðar sagði Donald Trump ráðgjöfum sínum frá því að hann hygðist kalla aftur bandaríska hermenn frá Sýrandi fyrr en ætlað var. Ákvörðun forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers sem telja að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki sé hvergi nærri lokið. Donald Trump sagði stuðningsmönnum sínum frá þessu á fundi í Ohio í lok mars. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði Trump um herlið sitt. Í viðtalinu sagði Macron að rússnesk yfirvöld, sem styðja Bashar al-Assad, væru meðsek. Vladimir Pútín hafi komið í veg fyrir það að alþjóðasamfélagið hafi getað, með diplómatískum hætti, komið í veg fyrir efnavopnaárásir. „Auðvitað eru þau meðsek.“ Hann ítrekaði að vesturveldin hefðu sannanir fyrir því að Sýrlandsstjórn hefði beitt efnavopnum á eigin þjóð. „Við vorum komin á þann stað að loftárásirnar voru nauðsynlegar til þess að efla tiltrú fólks á alþjóðasamfélagið.“ Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17 Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa sannfært Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að herlið Bandaríkjanna skyldi halda kyrru fyrir í Sýrlandi. Það væri nauðsynlegt. „Við sannfærðum hann um að það væri nauðsynlegt að halda kyrru fyrir til lengri tíma.“ Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Frakklandsforseta sem var í viðtali við BFM TV.Trump vildi ganga lengraÍ sama viðtali tjáði Macron sig um loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. „Við sannfærðum hann líka um að loftárásirnar yrðu að einskorðast við skotmörk efnavopnabúranna, eftir að hann missti sig aðeins á Twitter,“ segir Macron um Twitterfærslur Donalds Trump. Bandaríkjaforseti hafi viljað ganga harðar fram. Í lok síðasta mánaðar sagði Donald Trump ráðgjöfum sínum frá því að hann hygðist kalla aftur bandaríska hermenn frá Sýrandi fyrr en ætlað var. Ákvörðun forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers sem telja að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki sé hvergi nærri lokið. Donald Trump sagði stuðningsmönnum sínum frá þessu á fundi í Ohio í lok mars. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði Trump um herlið sitt. Í viðtalinu sagði Macron að rússnesk yfirvöld, sem styðja Bashar al-Assad, væru meðsek. Vladimir Pútín hafi komið í veg fyrir það að alþjóðasamfélagið hafi getað, með diplómatískum hætti, komið í veg fyrir efnavopnaárásir. „Auðvitað eru þau meðsek.“ Hann ítrekaði að vesturveldin hefðu sannanir fyrir því að Sýrlandsstjórn hefði beitt efnavopnum á eigin þjóð. „Við vorum komin á þann stað að loftárásirnar voru nauðsynlegar til þess að efla tiltrú fólks á alþjóðasamfélagið.“
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17 Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
„Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17
Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15