Enski boltinn

Manchester liðin á toppnum í 274 daga af 276

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva fagnar marki á móti Manchester United.
David Silva fagnar marki á móti Manchester United. Vísir/Getty

Nýliðar Huddersfield afrekuðu það sem Liverpool, Tottenham eða Chelsea tókst aldrei á þessu tímabili, að komast í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester liðin nær einokuðu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili en eftir leiki helgarinnar er ljóst að Manchester City endar þetta tímabil í efsta sætinu.

Það þýðir að Manchester liðin voru í toppsætið í 274 daga af 287 á þessu tímabili eða 99,3 prósent tímans.Aðeins tvö önnur lið komust í efsta sætið en það eru lið  Huddersfield og Arsenal sem voru bæði í toppsætinu í einn dag.

Manchester United náð að vera á topppnum í samtals 34 daga eða frá 13. ágúst til 15. september.

Frá og með 16. september þá hefur Manchester City eignað sér toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool og Chelsea hafa fengið að kynnast aðeins toppsætinu á síðustu árum og þá sérstaklega Chelsea sem hefur unnið titilinn þrisvar sinnum frá árinu 2014.

Tottenham hefur aftur á móti ekki komist í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok ágúst 2015. Átta félög hafa setið í toppsætinu síðan þá en það eru Arsenal, Chelsea, Huddersfield, Hull , Leicester, Liverpool, Man City og Man Utd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.