Erlent

Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Engin kvikmyndahús hafa verið starfrækt í Sádí Arabíu í 35 ár.
Engin kvikmyndahús hafa verið starfrækt í Sádí Arabíu í 35 ár. Vísir/EPA
Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. Öllum kvikmyndahúsum í Sádí Arabíu var lokað á níunda áratug síðustu aldar og var það gert til að friða róttæka klerka sem á þeim tíma ógnuðu stöðugleika ríkisins og yfirráðum konungsfjölskyldunnar.

Krónprinsinn Mohammed bin Salman hefur undanfarið reynt að höfða til yngri kynslóða og staðið fyrir ýmsum breytingum í þessu íhaldssama ríki þar sem stór meirihluti íbúa eru undir þrítugu. Einn liður í þeim breytingum er að byggja kvikmyndahús um allt landið. Erlendar myndir verða þó ritskoðaðar og klipptar til að fela nekt og áfengisneyslu.

Langflestir Sádar hafa nú þegar aðgang að óritskoðuðu myndefni í gegnum netið og kannanir sýna að íbúar landsins horfi að jafnaði á eina erlenda kvikmynd í viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×