Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 20:00 Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira