Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 20:00 Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira
Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira