Erlent

Þjóðarleiðtogar funda um framtíð Sýrlands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Búist er við því að fundurinn verði örlagaríkur.
Búist er við því að fundurinn verði örlagaríkur. Vísir/afp
Recep Tayyip Erdogan, Vladimir Pútín og Hassan Rouhani, þjóðarleiðtogar þeirra þriggja landa sem helst hafa mótað stríðið í Sýrlandi á síðustu árum hittast á morgun í höfuðborg Tyrklands, Ankara, til að ræða drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Sýrland og til að leita leiða til að draga úr svæðisbundnum átökum. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Pútín, forseti Rússlands og Rouhani, forseti Írans, hafa stutt Bashar al-Assad gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi en Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið einn helsti andstæðingur Assads.

Loftrárásir stjórnarhers Assads á Austur-Gúta, nærri höfuðborginni Damaskus hafa verið studdar af Rússum og þá hafa Tyrkir ráðist í hernaðaraðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum.

Fundur þessara andstæðu fylkinga vekur vonir um að friður sé í sjónmáli í Sýrlandi. Vegna aðgerðarleysis vesturlanda hvíla örlög sýrlands að miklu leyti á herðum þeirra þriggja sem funda á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×