Fjórði sigur Burnley í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Burnley hefur gengið vel undan farið
Burnley hefur gengið vel undan farið Vísir/Getty
Burnley náði í fjórða sigurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Watford heim í dag.

Roberto Pereyra kom heimamönnum í Watford verðskuldað yfir á 61. mínútu eftir að þeir gulklæddu höfðu verið mun sterkari aðilinn í leiknum.

Tvö mörk úr föstum leikatriðum á þriggja mínútna kafla snéru leiknum hins vegar við fyrir Burnley. Sam Vokes jafnaði metinn með fyrstu snertingu sinni í leiknum á 70. mínútu. Adrian Mariappa mistókst að hreinsa aukaspyrnu og sendi boltann fyrir markið þar sem Vokes beið og skilaði boltanum í netið.

Önnur aukaspyrna þremur mínútum seinna fór svipaða leið og Jack Cork var réttur maður á réttum stað í þetta skiptið og setti boltann í netið. Marklínutækni þurfti til þess að staðfesta markið, Orestis Karnezis var í boltanum en hann fór allur inn fyrir og Burnley 1-2 yfir.

Fleiri urðu mörkin ekki, þriðji útisigurinn í röð hjá Burnley sem er nú aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal í sjötta sætinu. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley í dag vegna meiðsla.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira