Erlent

Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Vísir/Getty
Tyrkir hafa hafnað boði Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, um að hann hafi milligöngu um viðræður þeirra og hersveita Kúrda í Sýrlandi. Talsmaður tyrkneska forsetaembættisins sagði að frekar ætti að taka „skýra afstöðu gegn allri hryðjuverkastarfsemi.“

Í gær var tilkynnt um að Frakkar hyggist senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands.

Þá lýsti Macron yfir stuðningi Frakka við SDF, hersveit Kúrda og Araba, og kvaðst vonast til þess að geta haft milligöngu um friðarviðræður milli Tyrkja og kúrdísku þjóðvarðarsveitarinnar YPG, sem er hluti af SDF. Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda en flokkurinn er skráður sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi.

Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. Þá sagði hann að ríkisstjórnir landa, sem Tyrkir teldu vini sína og bandamenn, þyrftu að taka skýra afstöðu gegn allri hryðjuverkastarfsemi.

Macron fundaði með fulltrúum Kúrda í gær en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa YPG og nú SDF í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Það hafa Bandaríkjamenn einnig gert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×