Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2018 21:15 Emmanuel Macron er forseti Frakklands. vísir/getty Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“. Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“.
Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48
Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23
Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“