Erlent

Sjerpi reynir við Everest í 22. skiptið

Kjartan Kjartansson skrifar
Kami Rita komst síðast á tind Everest í maí í fyrra.
Kami Rita komst síðast á tind Everest í maí í fyrra. Vísir/AFP
Ef allt gengur að óskum kemst Nepalinn Kami Rita Sherpa í sögubækurnar sem sá maður sem hefur oftast náð tindi Everest, hæsta fjalls jarðar. Hann leggur upp í sinn tuttugasta og annan leiðangur á tindinn á morgun.Tuttugu og níu göngumenn af ýmsum þjóðernum verða í leiðangri Kami Rita en erlendir fjallagarpar reiða sig yfirleitt á aðstoð reyndar sjerpa þegar þeir leggja á fjallið.Kami Rita er 48 ára gamall en hann á núverandi met yfir ferðir á Everest með tveimur öðrum nepölskum leiðsögumönnum sem nú eru sestir í helgan stein, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Ég er að gera enn eina tilraunina til þess að skrifa söguna og gera allt sjerpasamfélagið og landið mitt stolt,“ segir Kami Rita sem gekk fyrst á Everest árið 1994.Búist er við því að leiðangurinn leggi á tindinn eftir tvær vikur. Veður og vindar munu þó hafa lokaorðið um hvort og hvenær Kami Rita og félagar ná honum. Óháð því hvort að það tekst ætlar Kami Rita að halda ótrauður áfram og stefnir hann á að ná 25 ferðum á tindinn áður en yfir lýkur.


Tengdar fréttir

Nepölsk ofurmenni við Everest

Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.