Höddi Magg veislustjóri hjá KA: „Lokatækifæri mitt að gera upp 1989“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 13:00 Hörður Magnússon. Stöð 2 Sport Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira