Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 11:00 Tillaga DLD land design gerir ráð fyrir miklum gróðri á svæðinu. Mynd/DLD land design Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar. Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.
Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira
Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20
Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30