Erlent

Fyrsta beina flugið á milli Ástralíu og Bretlands

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vélin lagði upp frá Perth og sautján klukkutímum síðar lenti hún í London.
Vélin lagði upp frá Perth og sautján klukkutímum síðar lenti hún í London. Vísir/AFP
Fyrsta sem flýgur beint frá Ástralíu til Bretlands lenti í Lundúnum í morgun eftir rúmlega sautján klukkustunda flug. Vélin er af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og er í eigu ástralska flugfélagsins Qantas en hún flaug frá borginni Perth í Ástralíu. Leiðin er 14.498 kílómetra löng. 

Tvö hundruð og þrjátíu manns voru um borð í vélinni en hingað til hafa flugvélar í áætlunarflugi milli Ástralíu og Bretlands þurft að millilenda að minnsta kosti einu sinni til að taka eldsneyti. Vélin er búin öllum þægindum og sérstaklega hönnuð til að draga úr flugþreytu með bættu loftræstikerfi og minni hávaða í farþegarými.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að flugið sé liður í áætlun Quantas um að bæta langflugum við leiðakerfi sitt. Boeing 787-9-vélin er sögð tvöfalt sparneytnari en Boeing 747.

Quantas byrjaði fyrst að bjóða upp á áætlunarflug milli Bretlands og Ástralíu árið 1947. Þá tók ferðin fjóra daga með sjö milllilendingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×