Segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli Kanadamannsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. mars 2018 13:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag. Kanadamaðurinn Rajeev Ayer á að ljúka leiðsögumannsnámi frá Keili eftir fjórar vikur. Aftur á á móti verður líklega ekki af því, enda hefur honum verið gert að yfirgefa landið innan fimmtán daga. Ayer hefur búið hér síðan 2016, en vandræði hans hófust þegar hann þurfti að skila inn nýrri dvalar- og atvinnuleyfisumsókn eftir að hafa boðist vinna leiðsögumanns í hlutastarfi samhliða námi. Um var að ræða breyttar forsendur frá fyrra leyfi. Í samtali við Vísi í lýsti Ayer því hvernig hann hefði fylgt leiðbeiningum Útlendingastofnunar í einu og öllu við umsóknarferlið. Honum var hins vegar greint frá því á dögunum ný umsókn hans komi ekki til skoðunar enda megi hann ekki vera staddur hér á landi á meðan skv. útlendingalögum.Frétt Vísis: Kanadískur maður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir framkomuna gagnvart Ayer skjóta skökku við. „Maður svona veltir fyrir sér, fyrir hvern er þetta? Viðkomandi er í vinnu og námi sem hann er að ljúka og ætlar bara að breyta tilgangi dvalar sinnar. Til hvers, hverjum gagnast þetta?“ spyr Helga Vala.Málið ekki einsdæmi Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag, en Helga Vala segir að mál Ayers sé ekki einsdæmi. Í útlendingalögum segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti skuli sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og honum sé óheimilt að koma áður en umsóknin hefur verið samþykkt. Þó sé heimilt að víkja frá ákvæðinu ef ríkar sanngirnisástæður mæli með því. Þetta telur Helga Vala borðliggjandi í málinu. „Ef verið er að seinka útskrift einstaklings um heilt ár bara vegna þess að við erum að krefjast þess að hann fari, þó vitað er að han fái hér dvalarleyfi. Ef þetta er einungis út af kerfinu sem við erum að krefjast þess, þó hann uppfylli öll skilyrði leyfis, þá finnst mér kerfið okkar svo sannarlega farið að vinna gegn sjálfu sér og gegn hagsmunum fólks,“ segir Helga Vala. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag. Kanadamaðurinn Rajeev Ayer á að ljúka leiðsögumannsnámi frá Keili eftir fjórar vikur. Aftur á á móti verður líklega ekki af því, enda hefur honum verið gert að yfirgefa landið innan fimmtán daga. Ayer hefur búið hér síðan 2016, en vandræði hans hófust þegar hann þurfti að skila inn nýrri dvalar- og atvinnuleyfisumsókn eftir að hafa boðist vinna leiðsögumanns í hlutastarfi samhliða námi. Um var að ræða breyttar forsendur frá fyrra leyfi. Í samtali við Vísi í lýsti Ayer því hvernig hann hefði fylgt leiðbeiningum Útlendingastofnunar í einu og öllu við umsóknarferlið. Honum var hins vegar greint frá því á dögunum ný umsókn hans komi ekki til skoðunar enda megi hann ekki vera staddur hér á landi á meðan skv. útlendingalögum.Frétt Vísis: Kanadískur maður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir framkomuna gagnvart Ayer skjóta skökku við. „Maður svona veltir fyrir sér, fyrir hvern er þetta? Viðkomandi er í vinnu og námi sem hann er að ljúka og ætlar bara að breyta tilgangi dvalar sinnar. Til hvers, hverjum gagnast þetta?“ spyr Helga Vala.Málið ekki einsdæmi Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag, en Helga Vala segir að mál Ayers sé ekki einsdæmi. Í útlendingalögum segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti skuli sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og honum sé óheimilt að koma áður en umsóknin hefur verið samþykkt. Þó sé heimilt að víkja frá ákvæðinu ef ríkar sanngirnisástæður mæli með því. Þetta telur Helga Vala borðliggjandi í málinu. „Ef verið er að seinka útskrift einstaklings um heilt ár bara vegna þess að við erum að krefjast þess að hann fari, þó vitað er að han fái hér dvalarleyfi. Ef þetta er einungis út af kerfinu sem við erum að krefjast þess, þó hann uppfylli öll skilyrði leyfis, þá finnst mér kerfið okkar svo sannarlega farið að vinna gegn sjálfu sér og gegn hagsmunum fólks,“ segir Helga Vala.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira