Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. mars 2018 19:30 Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn. Dýr Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn.
Dýr Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira