Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. mars 2018 19:30 Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn. Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga skrautfugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. Fuglarnir komu til Íslands frá Hollandi fyrir um einum og hálfum mánuði og hafa síðan verið í sóttkví í Dýraríkinu í Holtagörðum. Eigandi sem tók við versluninni fyrir um einu ári segir þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem svona stór hópur af fuglum er fluttur til landsins.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofunnar fyrr í mánuðinum tilkynntu eigendur að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli sem var í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á honum var sníkjudýr sem kallast norræni fuglamítillinn. „Svo kalla þeir okkur á fund á miðvikudaginn fyrir tæpum hálfum mánuði síðan og tilkynna okkur að til standi að hafna innflutningi á þessum dýrum þar sem þessi maur hafi aldrei fundist á dýrum hér á landi áður," segir Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins. Eigendur ráðfærðu sig við dýralækna og sérfræðinga og komust að því að til eru tvenns konar lyf hér á landi sem eiga að útrýma sníkjudýrinu og hafa þeir boðið dýralæknum Matvælastofnunar að fylgjast með ferlinu. „Okkur finnst að í svona afmörkuðu rými eins og sóttkví eigi að vera tiltölulega einfalt að meðhöndla þetta," segir Þórarinn. Matvælastofnun féllst ekki á meðferðaráætlun Dýraríkisins og hefur farið fram á að fuglunum verði annað hvort komið úr landi eða aflífaðir fyrir 4. apríl. Eigandi segir ekki hægt að flytja þá héðan og telur óásættanlegt að þurfa að aflífa 358 fugla sem hægt væri að meðhöndla. Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum.Skjáskot/Stöð 2„Þetta eru stórglæsilegir fuglar og heilbrigðir og það er bara ekki nokkur einasta ástæða til þess að farga þessum dýrum," segir Þórarinn. Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og telja að heimild Matvælastofunar til þess að krefjast förgunar eigi aðeins við um alvarlega smitsjúkdóma en ekki ytri sníkjudýr. Þá brjóti ákvörðunin gegn sjónarmiðum um meðalhóf. „Þeir hafa bara engan lagalegan rétt til þess að fara fram á þetta og maður bara skilur ekki af hverju þeir leyfa okkur ekki að meðhöndla þá," segir Þórarinn.
Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira