Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 16:40 Listhaug hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa frá því að hún birti færsluna umdeildu fyrir helgi. Vísir/EPA Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira