Aðstoðarmanni Trump fylgt út úr Hvíta húsinu, grunaður um fjárglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 17:00 McEntee gerðist persónulegur aðstoðarmaður Trump strax á fyrstu mánuðum forsetaframboðs hans. Vísir/AFP Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50