Segir samræmd próf hamlandi fyrir skólaþróun Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 15. mars 2018 12:00 Að bera saman tvo skóla með annarsvegar 300 og hinsvegar sjö barna árganga gagnast ekki neinum segir kennsluráðgjafi. Vísir/Hanna Háværar raddir hafa verið um að leggja niður samræmd próf undanfarna daga. Meirihluti skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að fyrirkomulag samræmdra prófa veði endurskoðað. Ingvi Hrannar kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu Skagafirði segir að samræmd próf séu hamlandi fyrir skólaþróun og bendir á níu ástæður fyrir því að leggja samræmd próf niður. „Þetta er að láta kennara halda í hluti sem eru lítið tengdir inn í aðalnámskrá grunnskólanna. Ef þú tekur enska hlutann af aðalnámskrá grunnskóla þá heitir ekki einn kafli málfræði, en samt er prófið að stórum hluta málfræði. Það er ástæða fyrir því að þetta heitir tungumál, þetta gerist í munninum á okkur. Aðalástæðan fyrir því er að læra nýtt tungumál er að geta talað það. Það sem er mælt á prófinu er svo lítill hluti af því sem á að kenna í skólunum. Svo eru skólar og kennarar bornir saman og metnir út frá þessum örfáu atriðum á mjög þröngu sviði. Þá taka kennarar meiri tíma í það að undirbúa þig undir próf,“ segir Ingvi Hrannar.Segir hlutverk kennara ekki vera að búa nemendur undir próf Ingvi bendir á að hlutverk kennara sé ekki einungis að búa nemendur undir próf. „Okkar hlutverk sem kennarar er ekki að undirbúa þig undir próf heldur að undirbúa þig undir líf og störf í lýðræðisríki. Að þú getir talað ensku og talað íslensku og skilið og endursagt og lagt skilning í hluti. Samræmd próf gefa sumum kennurum og skólum leyfi á að kenna eins og árið sé 1950 og það sé ekki búið að finna upp internetið,“ bendir Ingvi á.Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu SkagafirðiIngvi HrannarVill gefa kennurum ráðrúm til þess að leggja prófin fyrir á sínum forsendum Ingvi vill gefa kennurum frjálsar hendur með fyrirlögn samræmdra prófa. „Mín millilausn væri sú að þeir myndu halda áfram að gefa út samræmd próf, það myndi koma út samræmt próf bara í mars fyrir 2018. Við kennarar ráðum hverjir taka það og ráðum fyrir hvern við leggjum það. Við megum leggja það fyrir hvern sem er og hvenær sem er og við fáum niðurstöðurnar. Þannig að ég get lagt það fyrir nemenda í 8.bekk. Síðan þegar þessi nemandi kemur í 9.bekk tekur hann 2019 prófið. Niðurstöðurnar fara ekki til menntamálastofnunnar heldur samdægurs til okkar, ekki eftir þrjá mánuði eða í lok skólaársins. Þá er þetta orðið eitthvað námsmatsgagn fyrir okkur kennara. Þarna tökum við það út að þetta sé á sama degi og sama tíma því augljóslega ræður menntamálastofnun ekki við það,“ segir Ingvi.Segir það skekkju að bera saman mismunandi stóra árganga Ingvi bendir einnig á það að samanburður skóla á niðurstöðum samræmdra prófa sé ekki sanngjarn. „Þau eru að bera saman skóla þar sem er 300 barna árgangur og svo sjö barna árgangur. Þetta er ekki að gagnast neinum eins og þetta er núna,“ segir Ingvi. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Fá tækifæri til að endurtaka samræmd próf Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju samræmdu könnunarprófin í íslensku og ensku sem haldin voru við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Háværar raddir hafa verið um að leggja niður samræmd próf undanfarna daga. Meirihluti skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að fyrirkomulag samræmdra prófa veði endurskoðað. Ingvi Hrannar kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu Skagafirði segir að samræmd próf séu hamlandi fyrir skólaþróun og bendir á níu ástæður fyrir því að leggja samræmd próf niður. „Þetta er að láta kennara halda í hluti sem eru lítið tengdir inn í aðalnámskrá grunnskólanna. Ef þú tekur enska hlutann af aðalnámskrá grunnskóla þá heitir ekki einn kafli málfræði, en samt er prófið að stórum hluta málfræði. Það er ástæða fyrir því að þetta heitir tungumál, þetta gerist í munninum á okkur. Aðalástæðan fyrir því er að læra nýtt tungumál er að geta talað það. Það sem er mælt á prófinu er svo lítill hluti af því sem á að kenna í skólunum. Svo eru skólar og kennarar bornir saman og metnir út frá þessum örfáu atriðum á mjög þröngu sviði. Þá taka kennarar meiri tíma í það að undirbúa þig undir próf,“ segir Ingvi Hrannar.Segir hlutverk kennara ekki vera að búa nemendur undir próf Ingvi bendir á að hlutverk kennara sé ekki einungis að búa nemendur undir próf. „Okkar hlutverk sem kennarar er ekki að undirbúa þig undir próf heldur að undirbúa þig undir líf og störf í lýðræðisríki. Að þú getir talað ensku og talað íslensku og skilið og endursagt og lagt skilning í hluti. Samræmd próf gefa sumum kennurum og skólum leyfi á að kenna eins og árið sé 1950 og það sé ekki búið að finna upp internetið,“ bendir Ingvi á.Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi hjá sveitarfélaginu SkagafirðiIngvi HrannarVill gefa kennurum ráðrúm til þess að leggja prófin fyrir á sínum forsendum Ingvi vill gefa kennurum frjálsar hendur með fyrirlögn samræmdra prófa. „Mín millilausn væri sú að þeir myndu halda áfram að gefa út samræmd próf, það myndi koma út samræmt próf bara í mars fyrir 2018. Við kennarar ráðum hverjir taka það og ráðum fyrir hvern við leggjum það. Við megum leggja það fyrir hvern sem er og hvenær sem er og við fáum niðurstöðurnar. Þannig að ég get lagt það fyrir nemenda í 8.bekk. Síðan þegar þessi nemandi kemur í 9.bekk tekur hann 2019 prófið. Niðurstöðurnar fara ekki til menntamálastofnunnar heldur samdægurs til okkar, ekki eftir þrjá mánuði eða í lok skólaársins. Þá er þetta orðið eitthvað námsmatsgagn fyrir okkur kennara. Þarna tökum við það út að þetta sé á sama degi og sama tíma því augljóslega ræður menntamálastofnun ekki við það,“ segir Ingvi.Segir það skekkju að bera saman mismunandi stóra árganga Ingvi bendir einnig á það að samanburður skóla á niðurstöðum samræmdra prófa sé ekki sanngjarn. „Þau eru að bera saman skóla þar sem er 300 barna árgangur og svo sjö barna árgangur. Þetta er ekki að gagnast neinum eins og þetta er núna,“ segir Ingvi.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Fá tækifæri til að endurtaka samræmd próf Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju samræmdu könnunarprófin í íslensku og ensku sem haldin voru við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22
Fá tækifæri til að endurtaka samræmd próf Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju samræmdu könnunarprófin í íslensku og ensku sem haldin voru við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. 15. mars 2018 06:00