„Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gengið til baka“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 19:15 Útgöngubanni hefur verið aflétt á Írlandi eftir að stormurinn Emma gekk yfir landið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa aðstæður þar ytra verið afar erfiðar í dag og lágu almenningssamgöngur niðri að mestu leiti. Íslendingar sem búsettir eru í Írlandi segja þó storminn hafa verið hefðbundinn íslenskan vetrarbyl. Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin. „Allir foreldrar voru heima með börnunum. Allir skólar eru búnir að vera lokaðir frá miðvikudegi til föstudags,“ segir sr. Ása Björk Ólafsdóttir, íbúi í Dublin. Yfir hundrað manns komið fyrir í hjálparmiðstöð vegna veðursins og var reynt að koma sem flestum fyrir í öruggt skjól. Í Galway á Vestur-Írlandi býr Sigurjón Sveinsson ásamt fjölskyldu en þar voru um fimm þúsund manns án vatns. „Þeir lokuðu í gær þrátt fyrir að það væri appelísugul viðvörun en snjórinn var ekki nema fimm sentimetrar. En í dag hefur verið töluvert mikill snjór,“ segir Sigurjón. „Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gegnið til baka,“ segir Ása.Fjölskylda Ásu lék sér í snjónum.Mynd/Sigurjón SveinssonMiklar samgöngutruflanir hafa orðið á Írlandi og suðurhluta Bretlands, sem og annars staðar í Evrópu og Skandinavíu vegna óveðursins og þurftu farþegar í lest á leið til Lundúna að dúsa um borð í nótt í miklum kulda eftir að rafmagn fór af. „Við vorum í fjórtán til fimmtán klukkustundir, eitthvað svoleiðis. Eg er samt ekki viss,“ segði Philip Brown, farþegi í lestinni. Umferð stöðvaðist á hraðbrautum á nokkrum stöðum og aðalflugvöllurinn í Dublin var lokaður en rauð veðurviðvörun hefur verið vegna snjókomunnar en búist er við að það snjói til sunnudags. Í fyrsta skipti í þrjátíu ár var breski herinn kallaður út til aðstoðar vegna veðursins. Ekki færi en 70 hafa látist vegna stormsins síðustu daga. Kulda tíð er á fleiri stöðum og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt. Á Írlandi var náði jafnfallinn snjór allt að 90 cm dýpt og er það mesta snjókoma þar í landi frá árinu 1982. Það sem veldur þessum óvenjulega veðurfari í Evrópu og Skandinavíu er truflun í hálofta loftstraumnum sem gerir það að verkum að hringrásin sem yfirleitt heldur utan um kaldasta loftið yfir Norðurpólnum flæðir til suðurs. Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Útgöngubanni hefur verið aflétt á Írlandi eftir að stormurinn Emma gekk yfir landið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hafa aðstæður þar ytra verið afar erfiðar í dag og lágu almenningssamgöngur niðri að mestu leiti. Íslendingar sem búsettir eru í Írlandi segja þó storminn hafa verið hefðbundinn íslenskan vetrarbyl. Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin. „Allir foreldrar voru heima með börnunum. Allir skólar eru búnir að vera lokaðir frá miðvikudegi til föstudags,“ segir sr. Ása Björk Ólafsdóttir, íbúi í Dublin. Yfir hundrað manns komið fyrir í hjálparmiðstöð vegna veðursins og var reynt að koma sem flestum fyrir í öruggt skjól. Í Galway á Vestur-Írlandi býr Sigurjón Sveinsson ásamt fjölskyldu en þar voru um fimm þúsund manns án vatns. „Þeir lokuðu í gær þrátt fyrir að það væri appelísugul viðvörun en snjórinn var ekki nema fimm sentimetrar. En í dag hefur verið töluvert mikill snjór,“ segir Sigurjón. „Á Íslandi hefðu grunnskólabörn bara gengið í skólann og gegnið til baka,“ segir Ása.Fjölskylda Ásu lék sér í snjónum.Mynd/Sigurjón SveinssonMiklar samgöngutruflanir hafa orðið á Írlandi og suðurhluta Bretlands, sem og annars staðar í Evrópu og Skandinavíu vegna óveðursins og þurftu farþegar í lest á leið til Lundúna að dúsa um borð í nótt í miklum kulda eftir að rafmagn fór af. „Við vorum í fjórtán til fimmtán klukkustundir, eitthvað svoleiðis. Eg er samt ekki viss,“ segði Philip Brown, farþegi í lestinni. Umferð stöðvaðist á hraðbrautum á nokkrum stöðum og aðalflugvöllurinn í Dublin var lokaður en rauð veðurviðvörun hefur verið vegna snjókomunnar en búist er við að það snjói til sunnudags. Í fyrsta skipti í þrjátíu ár var breski herinn kallaður út til aðstoðar vegna veðursins. Ekki færi en 70 hafa látist vegna stormsins síðustu daga. Kulda tíð er á fleiri stöðum og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt. Á Írlandi var náði jafnfallinn snjór allt að 90 cm dýpt og er það mesta snjókoma þar í landi frá árinu 1982. Það sem veldur þessum óvenjulega veðurfari í Evrópu og Skandinavíu er truflun í hálofta loftstraumnum sem gerir það að verkum að hringrásin sem yfirleitt heldur utan um kaldasta loftið yfir Norðurpólnum flæðir til suðurs.
Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15
Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. 28. febrúar 2018 17:00