Messan: Botninum náð hjá Wenger sem verður rekinn í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 13:30 Ekki tókst Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, að róa stuðningmenn liðsins um helgina eftir tvö slæm töp á móti Manchester City á innan við einni viku. Skytturnar tóku nefnilega upp á því að tapa fyrir nýliðum Brighton & Hove Albion, 2-1, en Arsenal-liðið var alveg skelfilega dapurt í fyrri hálfleik og þá sérstaklega markvörðurinn Petr Cech sem gaf bæði mörkin. Arsenal á nú engan séns á því að ná Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið getur enn komist þangað með því að vinna Evrópudeildina. Mikið þarf þó að gerast hjá Skyttunum sem eru alveg hörmulegar þessa dagana.„Mér fannst botninum náð í dag. Ég hef ekki áður séð þá svona lélega. Ég sá leikinn á móti Östersund sem var mjög lélegur, en þessar fyrstu 40 mínútur á móti Brighton var það allra versta sem ég hef séð,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason, sem stýrði þættinum í gær, velti upp þeirri spurningu hvort Wenger gæti hreinlega verið rekinn á næstu dögum eftir þessa hörmulegu viku. „Ekki á þessu tímabili. Það er ekki að fara að gerast, en ég held að það verði þannig bundið um hnútana að hann verði látinn hætta eftir tímabilið. Ég held að það sé algjörlega klárt. Hann verður ekki rekinn á þessari leiktíð samt,“ sagði Reynir Leósson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Ekki tókst Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, að róa stuðningmenn liðsins um helgina eftir tvö slæm töp á móti Manchester City á innan við einni viku. Skytturnar tóku nefnilega upp á því að tapa fyrir nýliðum Brighton & Hove Albion, 2-1, en Arsenal-liðið var alveg skelfilega dapurt í fyrri hálfleik og þá sérstaklega markvörðurinn Petr Cech sem gaf bæði mörkin. Arsenal á nú engan séns á því að ná Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið getur enn komist þangað með því að vinna Evrópudeildina. Mikið þarf þó að gerast hjá Skyttunum sem eru alveg hörmulegar þessa dagana.„Mér fannst botninum náð í dag. Ég hef ekki áður séð þá svona lélega. Ég sá leikinn á móti Östersund sem var mjög lélegur, en þessar fyrstu 40 mínútur á móti Brighton var það allra versta sem ég hef séð,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason, sem stýrði þættinum í gær, velti upp þeirri spurningu hvort Wenger gæti hreinlega verið rekinn á næstu dögum eftir þessa hörmulegu viku. „Ekki á þessu tímabili. Það er ekki að fara að gerast, en ég held að það verði þannig bundið um hnútana að hann verði látinn hætta eftir tímabilið. Ég held að það sé algjörlega klárt. Hann verður ekki rekinn á þessari leiktíð samt,“ sagði Reynir Leósson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira