Wenger gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað fyrir Arsene Wenger á næstu leiktíð. Vísir/Getty Dagar Arsene Wenger hjá Arsenal virðast vera taldir þótt franski stjórinn þrjóskist enn við í stjórastólnum á Emirates. Samkvæmt nýjustu sögusögnum frá Englandi þá verður Wenger ekki lengi atvinnulaus verði hann rekinn frá Arsenal. Daily Star slær því upp að stór klúbbur í ensku úrvalsdeildinni hafi mikinn áhuga á því að semja við Arsene Wenger. Sá klúbbur er Everton þar sem menn vilja ólmir koma sínu liði í hóp þeirra bestu á nýjan leik.Everton are interested in appointing Arsenal manager Arsene Wenger as their next manager. (Source: Daily Star) pic.twitter.com/cgYPqMQ7l2 — Everton Blue Army (@EvertonBlueArmy) March 4, 2018 Wenger hefur gert frábæra hluti á tveimur áratugum með Arsenal en árangurinn síðustu ár hefur verið stuðningsmönnum félagsins mikið hugarangur. Arsenal tapaði sínum fjórða leik í röð um helgina og þótt að Wenger ætli sér að halda áfram þá verður að teljast líklegt að Arsenal endi 22 ára stjóratíð hans í sumar. Sam Allardyce er heldur ekki að gera góða hluti með Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton og það er nokkuð ljóst að þeir á Goodison Park muni leita sér að nýjum stjóra í sumar. Allardyce kom til Everton á miðju tímabili og tókst að rífa liðið upp úr fallbaráttunni en varnfærnislegur leikur liðsins að undanförnu og lélegt gengi kallar á nýjan mann í brúna. Þar er nafn Arsene Wenger upp á borði hjá eigandanum Farhad Moshiri. Moshiri átti á sínum tíma fimmtán prósenta hlut í Arsenal og þekkir því vel til Arsene Wenger og starfa hans.Everton want Arséne Wenger to take over as manager if he is sacked by Arsenal. (Source: Daily Star) pic.twitter.com/xo6VAjJqKT — Transfer News Live (@DeadlineDayLive) March 5, 2018 Samkvæmt frétt Daily Star þá er Farhad Moshiri sannfærður um að Arsene Wenger geti rifið Everton upp úr öldudalnum á næstu tímabilum. Þessi frétt er meðal slúðurfréttanna sem ESPN safnaði saman upp úr ensku miðlunum í gær. Enski boltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Dagar Arsene Wenger hjá Arsenal virðast vera taldir þótt franski stjórinn þrjóskist enn við í stjórastólnum á Emirates. Samkvæmt nýjustu sögusögnum frá Englandi þá verður Wenger ekki lengi atvinnulaus verði hann rekinn frá Arsenal. Daily Star slær því upp að stór klúbbur í ensku úrvalsdeildinni hafi mikinn áhuga á því að semja við Arsene Wenger. Sá klúbbur er Everton þar sem menn vilja ólmir koma sínu liði í hóp þeirra bestu á nýjan leik.Everton are interested in appointing Arsenal manager Arsene Wenger as their next manager. (Source: Daily Star) pic.twitter.com/cgYPqMQ7l2 — Everton Blue Army (@EvertonBlueArmy) March 4, 2018 Wenger hefur gert frábæra hluti á tveimur áratugum með Arsenal en árangurinn síðustu ár hefur verið stuðningsmönnum félagsins mikið hugarangur. Arsenal tapaði sínum fjórða leik í röð um helgina og þótt að Wenger ætli sér að halda áfram þá verður að teljast líklegt að Arsenal endi 22 ára stjóratíð hans í sumar. Sam Allardyce er heldur ekki að gera góða hluti með Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton og það er nokkuð ljóst að þeir á Goodison Park muni leita sér að nýjum stjóra í sumar. Allardyce kom til Everton á miðju tímabili og tókst að rífa liðið upp úr fallbaráttunni en varnfærnislegur leikur liðsins að undanförnu og lélegt gengi kallar á nýjan mann í brúna. Þar er nafn Arsene Wenger upp á borði hjá eigandanum Farhad Moshiri. Moshiri átti á sínum tíma fimmtán prósenta hlut í Arsenal og þekkir því vel til Arsene Wenger og starfa hans.Everton want Arséne Wenger to take over as manager if he is sacked by Arsenal. (Source: Daily Star) pic.twitter.com/xo6VAjJqKT — Transfer News Live (@DeadlineDayLive) March 5, 2018 Samkvæmt frétt Daily Star þá er Farhad Moshiri sannfærður um að Arsene Wenger geti rifið Everton upp úr öldudalnum á næstu tímabilum. Þessi frétt er meðal slúðurfréttanna sem ESPN safnaði saman upp úr ensku miðlunum í gær.
Enski boltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira