Eiginkona og börn Liverpool-manns voru heima þegar innbrotsþjófarnir mættu: „Hræðilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 11:30 Dejan Lovren. Vísir/Getty Hann er ekki eini leikmaður Liverpool sem hefur fengið óboðna gesti heim til sín þegar hann er að keppa en Dejan Lovren kennir óhuggulegu innbroti um slaka frammistöðu sína í októbermánuði. Dejan Lovren hefur mikla trú á því að hann og Virgil van Dijk geti orðið framtíðar miðherjapar Liverpool-liðsins en það hefur mikið gengið á innan og utan vallar hjá Króatanum á þessu tímabili. Lovren var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína framan af tímabili og ekki batnaði lífið hjá honum þegar þjófar brutustu inn á heimili hans þegar hann var að keppa Meistaradeildarleik í Maribor í Slóveníu. Lovren var meðal annars hótað lífláti á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans á móti Tottenham. Liverpool tapaði leiknum 4-1 en hann var tekinn af velli eftir rúman hálftíma. Innbrotið fór fram 17. október en Tottenham leikurinn aðeins fimm dögum síðar.He's overcome death threats, an "horrific" attempted burglary and struggles on the pitch. Now Dejan Lovren believes he can become Virgil van Dijk's long-term partner in defence. More: https://t.co/uMBL3AhF8Jpic.twitter.com/iL9X1Ajtt5 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Fólk horfir á fótboltann og skoðar ekki hvað sé í gangi í lífinu utan hans,“ sagði Dejan Lovren í viðali við BBC. „Ég tel að ég hafi komið sterkur til baka,“ sagði Lovren. Innbrotsþjófarnir vissu af leik Lovren út í Slóveníu og nýttu tækifærið. Eiginkona Lovren og tvö börn þeirra voru hinsvegar heima þegar hinir óprútnu aðilar mættu skyndilega inn á stofugólfið. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna og sjokkið sást á Lovren í næsta leik. „Þetta var hræðilegt,“ sagði Lovren og telur að þetta atvik hafi haft mikil áhrif á frammistöðu hans í kjölfarið. „Það var ekki auðvelt að komast í gegnum þetta því við erum manneskjur og allir glíma við vandamál,“ sagði Lovren. „Sumt fólk skilur þetta en annað ekki. Í þessari slæmu aðstöðu þá fékk ég stuðning frá virkilega góðu fólki,“ sagði Lovren. Lovren hefur unnið sig til baka og byrjað í miðherjastöðunni með Virgil van Dijk í síðustu þremur leikjum. Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim (á móti Tottenham) og haldið tvisvar hreinu. „Mér fannst við standa okkur vel saman í síðustu leikjum sem við höfum spilað saman. Við skiljum hvorn annan vel og vonandi getum við haldið þessu áfram í framtíðinni,“ sagði Lovren. Liverpool mætir Manchester United á Old Trafford í hádeginu á morgun. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Hann er ekki eini leikmaður Liverpool sem hefur fengið óboðna gesti heim til sín þegar hann er að keppa en Dejan Lovren kennir óhuggulegu innbroti um slaka frammistöðu sína í októbermánuði. Dejan Lovren hefur mikla trú á því að hann og Virgil van Dijk geti orðið framtíðar miðherjapar Liverpool-liðsins en það hefur mikið gengið á innan og utan vallar hjá Króatanum á þessu tímabili. Lovren var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína framan af tímabili og ekki batnaði lífið hjá honum þegar þjófar brutustu inn á heimili hans þegar hann var að keppa Meistaradeildarleik í Maribor í Slóveníu. Lovren var meðal annars hótað lífláti á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans á móti Tottenham. Liverpool tapaði leiknum 4-1 en hann var tekinn af velli eftir rúman hálftíma. Innbrotið fór fram 17. október en Tottenham leikurinn aðeins fimm dögum síðar.He's overcome death threats, an "horrific" attempted burglary and struggles on the pitch. Now Dejan Lovren believes he can become Virgil van Dijk's long-term partner in defence. More: https://t.co/uMBL3AhF8Jpic.twitter.com/iL9X1Ajtt5 — BBC Sport (@BBCSport) March 9, 2018 „Fólk horfir á fótboltann og skoðar ekki hvað sé í gangi í lífinu utan hans,“ sagði Dejan Lovren í viðali við BBC. „Ég tel að ég hafi komið sterkur til baka,“ sagði Lovren. Innbrotsþjófarnir vissu af leik Lovren út í Slóveníu og nýttu tækifærið. Eiginkona Lovren og tvö börn þeirra voru hinsvegar heima þegar hinir óprútnu aðilar mættu skyndilega inn á stofugólfið. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna og sjokkið sást á Lovren í næsta leik. „Þetta var hræðilegt,“ sagði Lovren og telur að þetta atvik hafi haft mikil áhrif á frammistöðu hans í kjölfarið. „Það var ekki auðvelt að komast í gegnum þetta því við erum manneskjur og allir glíma við vandamál,“ sagði Lovren. „Sumt fólk skilur þetta en annað ekki. Í þessari slæmu aðstöðu þá fékk ég stuðning frá virkilega góðu fólki,“ sagði Lovren. Lovren hefur unnið sig til baka og byrjað í miðherjastöðunni með Virgil van Dijk í síðustu þremur leikjum. Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim (á móti Tottenham) og haldið tvisvar hreinu. „Mér fannst við standa okkur vel saman í síðustu leikjum sem við höfum spilað saman. Við skiljum hvorn annan vel og vonandi getum við haldið þessu áfram í framtíðinni,“ sagði Lovren. Liverpool mætir Manchester United á Old Trafford í hádeginu á morgun.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira