Atul Gupta, einn þriggja Gupta-bræðra sem sæta rannsókn vegna spillingarmála og tengsla við Jacob Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, fer fram á að kyrrsetningu eigna sinna verði aflétt. Reuters greindi frá og vitnaði í dómskjöl.
Dómstóll hafði áður fyrirskipað frystingu um 86 milljóna króna sem Gupta á inni á bankabók og var saksóknurum heimilað að frysta hundruð milljóna til viðbótar í tengslum við rannsókn á mjólkurbúi sem bræðurnir áttu að sjá um til þess að aðstoða samfélag fátækra, svartra bænda. Þeir eru hins vegar sakaðir um að hafa stungið háum fjárhæðum í eigin vasa.
Húsleit var gerð heima hjá þeim Gupta-bræðrum í síðustu viku. Þeir neita þó sök í málinu, rétt eins og Zuma.
Gupta-bróðir berst gegn eignafrystingu

Tengdar fréttir

Zuma sagði af sér í skugga vantrausts
Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma.

Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli
Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg.

Húsleit á heimili Gupta-fjölskyldunnar
Lögregla í Suður Afríku réðst í morgun inn á heimili í eigu Gupta-fjölskyldunnar sem lengi hefur verið bendluð við spillingu og óeðlileg tengsl við forseta landsins, Jacob Zuma.