Enski boltinn

Aguero sló til áhorfanda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aguero er hér í átökunum við áhorfandann.
Aguero er hér í átökunum við áhorfandann. vísir/getty
Það varð allt gjörsamlega vitlaust eftir að Wigan hafði slegið Man. City út úr enska bikarnum í gær og áhorfendur streymdu inn á völlinn til þess að fagna með sínum mönnum.

Einhverjar þeirra nýttu tækifærið og voru með leiðindi í garð leikmanna City sem náðu ekki að koma sér til búningsklefa áður en áhorfendur voru mættir út á völlinn.

Einn þeirra fór í andlit argentínska framherjans Sergio Aguero og öskraði eitthvað á hann. Aguero brást við með því að slá frá sér til áhorfandans og mátti litlu muna að upp úr syði.

Stuðningsmenn City voru að vonum mjög svekktir með allt sem gekk á og í pirringi sínum köstuðu þeir auglysingaskilti á lögreglumenn úr sætum sínum.

Það sauð einnig upp úr í leikhléi er Pep Guardiola, stjóri City, og Paul Cook, stjóri Wigan, lentu í miklu rifrildi á göngunum og varð að stía þá í sundur. Guardiola virtist í kjölfarið hjóla í dómarann. Allt á suðupunkti.


Tengdar fréttir

Will Grigg á eldi og City úr leik

Norður-Írinn, Will Grigg, var hetja Wigan þegar C-deildarliðið gerði sér lítið fyrir og henti Manchester CIty úr leik í enska bikarnum. Lokatölur 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×