Erlent

Sex reknir frá hjálparsamtökum BBC

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Samtökin bera nafn breska ríkisútvarpsins.
Samtökin bera nafn breska ríkisútvarpsins. VÍSIR/GETTY
Hjálparsamtökin BBC Media Action, sem eru lauslega tengd breska ríkisútvarpinu, hafa rekið sex starfsmenn samtakanna vegna gruns um að þeir hafi beitt samstarfsmenn sína kynferðislegu ofbeldi eða horft á klám í vinnutölvum.

Í frétt á vef BBC kemur fram að brotin hafi átt sér stað síðastliðinn áratug og að enginn hinna brotlegu sé breskur ríkisborgari.

Samtökin, sem þjálfar fréttamenn og styður við bakið á þáttagerð um víða veröld, hefur hlotið um milljarð úr opinberum sjóðum breska ríkisins síðastliðin 5 ár. Nefskatturinn sem rennur til breska ríkisútvarpsins er þó ekki sagður fjármagna samtökin.

Eftir að upp komst um Oxfam-hneykslið svokallaða, sem fræðast má um hér, hefur hið breska þróunarmálaráðuneyti hert reglur er lúta að starfsmönnum hjálparsamtaka. Nú verða samtökin að senda reglulegar sannanir þess efnis að þau fylgi siðareglum ráðuneytisins hvar sem þau starfa í heiminum.

Í orðsendingu BBC Media Action til ráðuneytisins kemur fram að samtökin hafi yfirfarið öll mál sem kunna að tengjast kynferðislegri áreitni á ofbeldi síðastliðinn áratug. Þau hafi alls verið 6 talsins og segja samtökin að öll hafi verið rannsökuð á sínum tíma. Í tveimur tilfellum var starfsmönnunum sagt upp en í hinum fjórum var þeim gerð önnur refsing meðfram uppsögninni. Það er þó ekki útskýrt nánar í frétt breska ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×