Innlent

Nýr innanlands- og alþjóðaflugvöllur og almannatryggingar í Víglínunni

Þórdís Valsdóttir skrifar

Eitt mest ögrandi verkefni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verður að endurskoða almannatryggingakerfið og flóknar tekjutengingar innan þess. Ríkisstjórnin hefur boðað heildarendurskoðun laga og mikill þrýstingur er á úrbætur að hálfu bæði eldri borgara og öryrkja.

Til að ræða þessi mál koma þau Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félagsmálaráðherra í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns.

Skýrsla um framtíð innanlandsflugs leit dagsins ljós í vikunni þar sem lagt er til að farið verði að ráðleggingum Rögnunefndarinnar svo kölluðu og nýr alþjóða- og innanlandsflugvöllur verði reistur í Hvassahrauni. Hann taki við af bæði Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli sem aðalflugvöllur landsins.

Áætlað er að þessi framkvæmd kosti á bilinu 140 til 200 milljarða króna en Icelandair telur að hægt yrði að byggja fyrsta áfangann á fimm árum eftir að umhverfismat lægi fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mæta í Víglínuna til að ræða þessi mál. Meðal annars þarf að huga að fjármögnun og breyta um stefnu varðandi fyrirhugaðar tug milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.