Erlent

Spilaði tölvuleiki á meðan hann gekk örna sinna og uppskar endaþarmssig

Þórdís Valsdóttir skrifar
Maðurinn hafði setið á klósettinu í um það bil hálftíma þegar endaþarmur hans seig um 16 sentimetra út fyrir endaþarmsopið.
Maðurinn hafði setið á klósettinu í um það bil hálftíma þegar endaþarmur hans seig um 16 sentimetra út fyrir endaþarmsopið. Vísir/getty
Kínverskur maður sem teflt hafði við páfann í þrjátíu mínútur þurfti að leita til læknis vegna endaþarmssigs. Endaþarmur mannsins hafði þá sigið út fyrir endaþarmsopið og bungaði um sextán sentimetra út fyrir endaþarmsopið. Þetta kemur fram á vef Tech Times.

Maðurinn hafði glímt við endaþarmssig um langa hríð en hafði ekki leitað læknishjálpar vegna þess. Tekin var sneiðmynd af manninum þar sem stór bunga sést út fyrir endaþarmsop mannsins. Þá var einnig nokkur blæðing og mar á innanverðum þörmum hans.

Maðurinn er sagður hafa eytt dágóðum tíma á klósettinu í gegnum tíðina þar sem hann spilar tölvuleiki í síma sínum á meðan hann gekk örna sinna. Læknir mannsins segir að salernisvenjur mannsins hafi leitt til þess að grindarbotnsvöðvar hans hafi slaknað um of og að löng seta hans á klósettinu hafi orsakað það að endaþarmurinn hafi sigið út um endaþarmsopið.

Maðurinn er á batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×