Venjulegt vetrarveður á morgun en svo koma lægðirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 21:21 Veðrið var afar slæmt um helgina. Vísir/Jói K. Skaplega veður verður víðast hvar á morgun en var í dag. Búast má við venjulegu vetrarveðri áður en næsta lægð færist yfir landið seint annað kvöld. Lægðin sem gengið hefur yfir landið í dag er farin að þynnast og færast frá landinu en líkt og fjallað hefur verið um á Vísi hafa fjölmargir lent í vandræðum um helgina vegna veðurs. Á morgun fá landsmenn þó örlítla pásu frá veðurguðunum. „Það verður ágætis veður fram eftir degi á morgun. Það verður suðvestanátt og einhver él sunnan og vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það mun þó ekki endast lengi því gert er ráð fyrir að önnur lægð fikri sig yfir landið frá og með mánudagskvöldi. „Þá kemur næsta lægð með kvöldinu með austan hvassviðri eða stormi með ofankomu um landið suðaustanvert. Þessi lægð gengur vestur yfir landið með hvassviðri og snjókomu,“ segir Helga.Vindaspá Veðurstofunnar fyrir miðvikudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsReiknað er þó með því að hún sé með öðru sniði en lægðin um helgina þar sem hún fer mun hraðar yfir. „Hún ætlar ekkert að doka lengi við og verður farin út af landinu seininpartinn á þriðjudaginn,“ segir Helga. Reikna má með að veður verði verst fyrst um sinn á Suðausturlandi en lægðin mun fikra sig norður eftir landinu. Um hádegi á þriðjudag verður orðið þokkalegt veður um veður um landið austanvert en enn verður mjög hvasst og snjókoma á norðvestanverðu landinu. „Eins og staðan er núna virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa ansi vel frá þessari lægð sem kemur á morgun. Við erum bara í suðvestan átt með smá éljum. Það er ekki útlit fyrir að við verðum í vandræðum með höfuðborgarsvæðið en eins og við vitum núna um helgina þá þurfa þessar lægðir ekki að færast mikið til,“ segir Helga. Þá er einnig von á annarri lægð á miðvikudaginn en segir Helga að hún sé með hefðbundnara sniði en sú sem kom um helgina. „Hún er aðeins stærri um sig og það eru skil sem ganga yfir landið. Við könnumst meira við hana en þessar litlu lægðir sem hafa verið að koma,“ segir Helga.Veðurhorfur á landinu Vestan 15-23 m/s sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en suðlægari og snjókoma á köflum austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 5-13 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt 13-23 m/s og snjókoma aðfaranótt þriðjudags, en hægari vindur og él á Suðurlandi. Snýst í suðlæga átt með deginum, víða 8-15 um hádegi og él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Sunnan stormur og snjókoma við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fram eftir degi, en lægir þar einnig undir kvöld. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða slydda, einkum á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Hlýnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag: Austlæg átt 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Él eða slydduél, en þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.Á laugardag: Suðvestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.Á sunnudag:Líkur á vaxandi austanátt með ofankomu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost. Veður Tengdar fréttir Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44 Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Skaplega veður verður víðast hvar á morgun en var í dag. Búast má við venjulegu vetrarveðri áður en næsta lægð færist yfir landið seint annað kvöld. Lægðin sem gengið hefur yfir landið í dag er farin að þynnast og færast frá landinu en líkt og fjallað hefur verið um á Vísi hafa fjölmargir lent í vandræðum um helgina vegna veðurs. Á morgun fá landsmenn þó örlítla pásu frá veðurguðunum. „Það verður ágætis veður fram eftir degi á morgun. Það verður suðvestanátt og einhver él sunnan og vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það mun þó ekki endast lengi því gert er ráð fyrir að önnur lægð fikri sig yfir landið frá og með mánudagskvöldi. „Þá kemur næsta lægð með kvöldinu með austan hvassviðri eða stormi með ofankomu um landið suðaustanvert. Þessi lægð gengur vestur yfir landið með hvassviðri og snjókomu,“ segir Helga.Vindaspá Veðurstofunnar fyrir miðvikudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsReiknað er þó með því að hún sé með öðru sniði en lægðin um helgina þar sem hún fer mun hraðar yfir. „Hún ætlar ekkert að doka lengi við og verður farin út af landinu seininpartinn á þriðjudaginn,“ segir Helga. Reikna má með að veður verði verst fyrst um sinn á Suðausturlandi en lægðin mun fikra sig norður eftir landinu. Um hádegi á þriðjudag verður orðið þokkalegt veður um veður um landið austanvert en enn verður mjög hvasst og snjókoma á norðvestanverðu landinu. „Eins og staðan er núna virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa ansi vel frá þessari lægð sem kemur á morgun. Við erum bara í suðvestan átt með smá éljum. Það er ekki útlit fyrir að við verðum í vandræðum með höfuðborgarsvæðið en eins og við vitum núna um helgina þá þurfa þessar lægðir ekki að færast mikið til,“ segir Helga. Þá er einnig von á annarri lægð á miðvikudaginn en segir Helga að hún sé með hefðbundnara sniði en sú sem kom um helgina. „Hún er aðeins stærri um sig og það eru skil sem ganga yfir landið. Við könnumst meira við hana en þessar litlu lægðir sem hafa verið að koma,“ segir Helga.Veðurhorfur á landinu Vestan 15-23 m/s sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en suðlægari og snjókoma á köflum austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 5-13 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt 13-23 m/s og snjókoma aðfaranótt þriðjudags, en hægari vindur og él á Suðurlandi. Snýst í suðlæga átt með deginum, víða 8-15 um hádegi og él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Sunnan stormur og snjókoma við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fram eftir degi, en lægir þar einnig undir kvöld. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða slydda, einkum á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Hlýnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag: Austlæg átt 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Él eða slydduél, en þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.Á laugardag: Suðvestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.Á sunnudag:Líkur á vaxandi austanátt með ofankomu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.
Veður Tengdar fréttir Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44 Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44
Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45